Uppreisn, andmenning og skandalar

Ritstjórn Skandala: Tanja Rasmussen, Aldís Dagmar Erlingsdóttir, Anton Sturla Antonsson, Jón Magnús Arnarsson, Karitas M. Bjarkadóttir, Oddný Þorvaldsdóttir og Ægir Þór Jähnke.  Skandali er nafnið á nýju – eða réttara sagt væntanlegu – menningartímariti sem mun sérstaklega ætlað yngri eða nýrri höfundum og óhefðbundnum og framúrstefnulegum verkum. Tímaritið er á vegum sjö manns á aldrinum 18 […]

„Heillandi að skrifa á tungumáli sem er að deyja“

Viðtal við Arnar Má Arngrímsson

„Arnar Már Arngrímsson (f. 1972) er tveggja barna faðir og kennari á Akureyri. Sölvasaga unglings er hans fyrsta bók.“ 1 Með þessum orðum, og í einhverjum skilningi án þeirra, lýkur kynningu á frumraun Arnars Más í hringleikahúsi íslenskrar bóksölu. Frumraun sem kom, og fór, að mestu hljóðlaust og ósýnileg á íslenskan markað; hundsuð af gagnrýnendum […]

Mig langar að vera skúffuskáld

Viðtal við Ólöfu Benediktsdóttur

Kötturinn fer úr hárum og bítur sig í tærnar þar sem er reykur þar eru vandræði segir nágrannakonan og spyr síðan köttinn hvað hann sé að gera þarna? skuggarnir teygja úr sér yfir götuna þeir hafa kúldrast með veggjum allann liðlangan daginn, þeir vilja fara á stjá áður en nóttin gleypir þá með myrkrinu sínu. […]

Listin að fanga veðurkvíða

Um Allra veðra von – Samsýningu í Hafnarborg

Veðrið hefur verið á allra vörum þetta sumarið. Ekki aðeins veðurleysan sem átti sér stað á Íslandi í sumar heldur einnig öfgarnar í veðrinu sem birtist í skógareldum í Svíþjóð og 50 gráða hita í sunnanverðri Evrópu. Veðrið, loftslagið er að breytast og blikur er á lofti hversu lífvænleg plánetan verður næstu aldirnar. Skemmtilegt er frá því að segja að þema sýningarnar var ákveðið áður en þetta öfgakennda veðursumar átti sér stað.

Fólk, sem er ekki að yrkja, er ekki brjálæðislega áhugasamt um ljóð

Viðtal við Ægi Þór Jahnke

Ægir Þor Jahnke er 30 ára heimspekimenntað skáld. Hann er fyrrum meðlimur Fríyrkjunnar og hefur birt ljóð í Stínu og hefur undanfarið staðið fyrir nokkuð vel heppnuðum upplestrakvöldum á Gauknum (19.september næstkomandi er næsta ljóðakvöld), þar sem yfir 50 skáld hafa tekið þátt. Í haust kemur út hans fyrsta ljóðabók.

Öll ljóð eiga klisju yfir höfði sér

Viðtal við Fríðu Ísberg

Föstudaginn 13. síðastliðinn kom út fyrsta ljóðabók Fríðu Ísberg, Slitförin. Um Fríðu segir á heimasíðu forlags hennar:

„Fríða Ísberg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, og grunnprófi í heimspeki og meistaraprófi í ritlist frá Háskóla Íslands. Fríða hefur áður birt ljóð í bókinni Ég er ekki að rétta upp hönd og í Tímariti Máls og Menningar. Hún skrifar bókagagnrýni fyrir Times Literary Supplement og var einn af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu Partusar. Árið 2017 hlaut Fríða nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta og þriðju verðlaun í Ljóðstaf Jóns úr Vör.“

Skáldin eru ekkert að æpa á hvert annað

viðtal við Brynjar Jóhannesson

upp úr kjallara hleyp ég framhjá ljóslausum staurum, sinubruni í lungunum og alheimurinn riðar þótt ég viti ekki af því, kaffibragðið á tungunni er upprifju­n á kossi, hitna í andlitinu fyrir hornið hleyp ég niður barnlausan vagn hleyp upp upp götuna og hólinn læt mig falla og upp sólin kemur upp og ég riða með […]

Víst er Stofuhiti ljóðabók

Viðtal við Berg Ebba um Stofuhita

Það er fökkt að byrja viðtal á því að andmæla þér – en mér finnst ekki svo fráleitt að kalla þetta ljóðabók. Þetta er ekki hefðbundin ljóðabók en einhverskonar ljóðræn essaya, kannski? Ég held að munurinn á hefðbundnum ljóðum og þessari bók, sé að þér gefst meira rými til að segja hið augljósa. Einsog til […]

Hin ótrúlega sannsögusýning

Fyrsta júní verður blásið til sannsöguráðstefnunnar NonfictionNOW í Háskólabíói með málstofu og sýningu kvikmyndarinnar Draumalandið, sem byggir á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Næstu daga á eftir verða málstofur í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um „sannsöguleg skrif í öllum sínum fjölbreytileika“, einsog segir í tilkynningu, auk sérstakra fyrirlestra í Silfurbergi í Hörpu og höfundakvölda með íslenskum […]

Hið einstaka er illfáanlegt

Viðtal við Arngunni Árnadóttur, höfund Að heiman

Ein af áhugaverðari skáldsögum jólabókaflóðsins er skáldsagan Að heiman eftir Arngunni Árnadóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar – og sömuleiðis fyrsta skáldsagan sem forlagið Partus Press gefur út, og með því fororði að hér sé komin ein eftirtektarverðasta „frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld“. Hvorki meira né minna. Starafugli lék eðli málsins samkvæmt forvitni á að […]

Ástríðulausi listamaðurinn

Sýning Arnar Alexanders Ámundarsonar í Listasafni Reykjavíkur er ekki fyrirferðarmikil og maður gæti alveg óvart haldið að hún væri alls ekkert sýning, heldur bara ókláraður undirbúningur fyrir uppsetningu. Þetta er svona sýning milli sýninga, afsakandi, hikandi og svo óörugg að hún neyðist hálfpartinn til að skýra tilvist sína með ítarlegum útskýringum á hvað sé list inn […]

Gæskan má aldrei vera feik

viðtal við Sölva Björn Sigurðsson, höfund Blómsins

Fimmta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Blómið, gerist á afmælisdegi athafnamannsins Benedikts Valkoff  árið 2015. En kjarni hennar – eða hvatinn að baki flestum atburðum bókarinnar – er dularfullt hvarf systur hans, Margrétar, sem á sér stað nákvæmlega 33 árum fyrr. Á tæpum 300 blaðsíðum grefur Sölvi síðan dýpra og dýpra í þennan fjölskylduharmleik þar til mann […]

Endurbókun í Listasafni Ísafjarðar

Rætt við Gunnar Jónsson yfir myndlistarsýningu og hádegisverði

Safnahúsið á Ísafirði hýsir einsog nafnið gefur til kynna söfn en þó fyrst og fremst eitt safn: hið mikilfenglega héraðsbókasafn Ísafjarðarbæjar. En þar eru líka Héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafn bæjarins. Í einum sal á annarri hæð hússins er svo að finna Listasafn Ísafjarðar. Í ár hefur meðal annars verið þar sýningin Vex eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur […]

Hverju við trúum og hvernig

Í trúmálum gerir hver upp við sjálfan sig – eða Hverju trúum við og hvernig – viðtal við Guðrúnu Evu Mínervudóttur / Arnaldur Máni Finnsson   Saga af trúarupplifun sem stuðar samfélagið Það má segja að það séu þúsund þræðir í Englaryki nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur og margir hverjir ögrandi. Það vekur þó eftirtekt […]

„Ekki vissi ég að þú værir í löggunni!“ – viðtal við Bryndísi Björgvinsdóttur

Á meðan ég les hana hugsa ég: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttir er bók af því tagi sem gæti kannski bjargað heilli kynslóð frá ólæsi. Ekki bara er hún skemmtileg – bæði ha-ha skemmtileg og áhugaverð – heldur er líka nógu gott tempó í henni til að halda athyglisbrostnustu lesendum við efnið. Hún ætti auðvitað að […]

Af villiljósum, náðargáfu og endalausu stríði

Viðtal við Guðmund Brynjólfsson, höfund Gosbrunnsins

Mér hefur verið teflt fram algerlega að tilefnislausu til að þjóna físnum höfundarins, raunar myrtur til þess eins að örva lyktarskyn lesandans. En hvers á ég að gjalda þegar gagnrýnendurnir fara svo að auki að draga mig fram og ljúga því blákalt upp að ég hafi sagt það sem þeir eru að hugsa? – Lenor […]

Lyktin af blóði þess sem skrifar

– Viðtal við Soffíu Bjarnadóttur

Á heimasíðu Forlagsins segir um skáldsögu Soffíu Bjarnadóttur, Segulskekkju, að hún sé „saga um lífsviljann og þá krákustíga sem manneskjan fetar í leit að sátt við eigin tilvist.“ Hildur von Bingen er við uppgröft í Karijoki í Finnlandi þegar móðir hennar fellur frá og hún ferðast til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í […]

Tónlist vikunnar: BOB CLUNESS OPNAR TRANTINN, LOKSINS!

Öllum er sama um tónlistargagnrýni, farðu og sjáðu Pye Corner Audio

Fáir nenna að standa í því að skrifa um tónlist á Íslandi í dag—og þeim fer fækkandi. Einn maður sem lengi lagði sig fram um að móðga tónlistarmenn og tónlistarhaldara með sitt oft á tíðum kaldranalega skoska skopskyn að vopni er Hjaltlandseyingurinn Bob Cluness. Hann segist vera hættur að skrifa um tónlist, allavega í bili, […]

Tilraunir í félagslegu krúttraunsæi

Viðtal við Sverri Norland, höfund Kvíðasnillinganna

Ég segi nokkrar sögur í Kvíðasnillingunum. Fyrsti hluti fjallar um vináttu drengjanna þriggja, „kvíðasnillinganna“. Þar eru þeir litlir og frekar saklausir strákar í leit að ævintýrum. Sá næsti lýsir því hvernig þeir reyna seinna á þrítugsaldri að slá í gegn í ferðamannabransanum með því að stofna farfuglaheimilið Hostel Torfbæ og síðan barinn Hipster Torfbar. Um leið klúðra þeir svo nokkrum ástarsamböndum við hæfileikaríkar og klárar stelpur. Þriðji og síðasti hluti fjallar um það þegar Steinar, aðalpersónan, gerist húsvörður í Íslendingakoti, eða „Aumingjahælinu“, heilsulind fyrir gjaldþrota og dapra Íslendinga sem rekin er af góðhjörtuðum útrásarvíkingi. Íslendingakot er eins konar ruslakista fyrir allt misheppnaðasta fólk þjóðarinnar.

Dramatúrgar þurfa líka að fara til tannlæknis

Ímeilviðtal við Snæbjörn Brynjarsson varðandi Ég ♥︎ Reykjavík, skjaldarmerki, og list fyrir börn

Ég ♥︎ Reykjavík er fjölskyldusýning eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson sem frumsýnd verður á Lókal í dag. Til að forvitnast meira um sýninguna var Snæbjörn Brynjarsson dreginn í ímeilviðtal. Viðtalið er langt. Passið ykkur á því. Og þróast á endanum meira út í rabb um dramatúrgíu, peninga og eitthvað þannig. Gjörið þið […]

Samband hljóðs og myndar: Wilhelm Scream

Stutt viðtal við dansarana Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur sem íslandsfrumsýna nýtt verk á Reykjavík Dancefestival.

Wilhelm Scream er hreyfitónleikur tveggja dansara og hlutasveitar, þar sem dansararnir stýra samtali milli myndar og hljóðs. Svo hófst fréttatilkynning sem Starafugli barst (á ensku) um dansverk þeirra Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem flutt verður á Reykjavík Dancefestival þann 30. ágúst næstkomandi. Og hélt svo áfram:

Bíó vikunnar: Steinsnar milli fordæminga og fordóma

Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.

MUCK fremja list.

Tónlist vikunnar: MUCK er fágætt og dýrmætt rokkband

Ef einhver myndi spyrja mig einhverntíman hver mér þykir vera mest spennandi, mest ögrandi rokkhljómsveit Reykjavíkur, þá myndi ég örugglega segja eitthvað svona: „Það er góð spurning. Það er að mínu viti fátt sem skiptir meira máli en góð, spennandi, kraftmikil og ögrandi rokkhljómsveit. Þær fremstu fela í sér einhvern sameiningarmátt, eitthvað afl sem getur […]

Tónlist vikunnar: „ÁRANGUR ÁFRAM, EKKERT STOPP!“

– Spekingar spá í kosningaslagara

Nú eru sveitastjórnarkosningar á næsta leyti (á morgun meira að segja). Eins og allir vita er það besta við sveitarstjórnarkosningar lögin og tónlistarmyndböndin sem framboðin senda frá sér. Þar er eitthvað fyrir alla: Einlægt hamfarapopp, kaldhæðið hamfarapopp, órætt hamfarapopp. Og einusinni Botnleðja. Tónlist vikunnar vildi spá aðeins í þessu öllu og sendi því skeyti á […]

Tónlist vikunnar: Eitthvað sem kynnir bæði tónleika og plötu Gímaldins

Tónlistarmaðurinn Gímaldin hefur gefið út ótrúlega mikið af tónlist og er ákaflega duglegur að stunda listformið. Hann sendi ritstjóra Starafugls bréf um daginn og það var svona: „Sæll Eiríkur, það er að koma ný gímaldin plata (útgáfudagur settur 19da maí) og ég er með tónleika á Rósenberg. Það eru 2 prómólög á soundcloud. Geturðu ekki […]

Skáldskapur vikunnar: Ljóðavéfréttin

Sachiko Murakami og angela rawlings segja frá FIGURE

Lesandinn mætir á FIGURE og er boðið að spyrja spurningar – það er að segja, að leggja til meðvitund um hugðarefni á gefinni stundu. Næst velur lesandinn einn af þremur stokkum. Í hverjum stokki eru frá 78 upp í 120 spil sem eru „stokkuð“ með slembiferli. Lesandinn velur síðan lögn – hvernig spilin eru lögð niður. Þegar hér er komið sögu eru spilin afhjúpuð. Upprunalegu spurninguna má nota sem titil á bókmenntaverk og spilin mynda í senn spádóm við spurningunni sem og tiltekin nýjan bókmenntatexta.

Tónlist vikunnar: „Heimurinn er skemmtilegri þegar hann er takmarkalaus og lifandi“

- ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ STEINUNNI Í DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIPI, SKELKI Í BRINGU OG SPARKLE POISON (OG HÚN GERIR LÍKA MYNDLIST)

Steinunn Eldflaug Harðardóttir hefur í sér einhverja svona orku sem er mjög mikilvæg og skemmtileg, og sem skilar miklu til nærumhverfisins. Hún er líka mjög ævintýragjörn í allri listsköpun og þræðir grensuna eins og sérstakur sérfræðingur. Ég sá hana fyrst koma fram með hljómsveitinni Skelkur í bringu í gamladaga og var bara „vá, rosalegt!“ Og svo fór […]

Kjósið mig!

– Rithöfundasambandið velur nýja stjórn

Framundan eru kosningar til stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Sex buðu sig fram í hinar ólíku stöður og þar af voru tveir – Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson – sjálfkjörnir. Tveir takast á um stöðu meðstjórnanda, þeir Hermann Stefánsson og Hallgrímur Helgason. Sjálft formannsembættið – sem er hálft starf – vilja þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri […]

Gunnar Ragnarsson

Tónlist vikunnar: Sjálfhverfa frontmannsfíflið talar!

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ GUNNAR RAGNARSSON, GRÍSALAPPALÍSUNG)

Rokksveitin Grísalappalísa er með því skemmtilegra sem árið 2013 færði íslendingum. Virðast íslendingar almennt hallir undir þá skoðun, enda hafa hljómsveitarlimir ekki haft undan því að taka við allskonar viðurkenningum og svoleiðis upp á síðkastið. Þótti mér því kjörið að senda Gunnari Ragnarssyni, öðrum söngvara sveitarinnar, tölvupóst með nokkrum spurningum sem gaman væri að fá […]

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Sjálfsmynd úr Legói.

Fær hugmyndirnar sínar í Tiger í Kringlunni

- viðtal við fjöllistakonuna Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Vofa leikur lausum hala um Facebook, vofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Eða svona eitthvað afsprengi Lóu allavega. Fullt af myndum eftir hana. Lóa ákvað semsagt að samhliða sýningu sinni á Borgarbókasafninu, sem nú stendur yfir (og má lesa aðeins meira um hér að neðan) myndi hún búa til eina teiknimyndasögu á dag í heilan mánuð og […]

Opnum fyrir athyglisbrestinn – Vildi verða ljóðskáld

Viðtal við myndlistarmanninn Leif Ými Eyjólfsson

Leifur Ýmir Eyjólfsson er 27 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur unnið að myndlist sinni samhliða ýmsum verkefnum síðan. Nýverið opnaði hann sýninguna Hvað finnst þér um Evrópusambandið í Gallerí Salerni sem er staðsett á salerni veitingastaðarins Bast að Hverfisgötu 20 en Leifur stofnsetti galleríið Gallerí Skítur […]

Tilurð Íslands og upphaf hins norræna

Viðtal við norska rithöfundinn Mette Karlsvik.

Mette Karlsvik er norskur rithöfundur sem borið hefur kraftmiklar tilfinningar í brjósti til Íslands frá því að hún kynntist íslenskri stúlku í menntaskóla. Hún hefur margoft komið til landsins og skrifað heilu bækurnar um land og þjóð, og kannski ekki síst náttúruna. Sú frægasta af þessum bókum er án efa Bli Björk („Að verða Björk“) […]

Hljómsveitin Skakkamanage æfir

Tónlist vikunnar: Þessi nýja Skakkamanage plata er frábær

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL)

Ég fékk tölvupóst um daginn frá hljómsveit sem vildi láta mig vita að hún hefði gefið út plötu. Svoleiðis er tiltölulega algengt, ég er af einhverjum ástæðum á alveg nokkrum póstlistum fólks sem gefur út plötur og fæ því reglulega tíðindi í innhólfið þegar plötur koma út. Það er ágætt, ég er mikill áhugamaður um […]

„Allir eiga sannleikann skilið“ – viðtal við Sindra Eldon

Árið 2006 var ég beðinn um að hýsa mann sem ætlaði að koma á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, á Ísafirði. Líklega var það einhver í ritstjórn Reykjavík Grapevine sem spurði því maðurinn var tónlistargagnrýnandi á þeirra vegum, 23 ára strákur sem var þegar bæði „gamall í hettunni“ og alræmdur fyrir að segja skoðun […]

Myndlist vikunnar: Sagað í Kunstschlager

Sindri Leifsson Sýning: Sagað Kunstschlager sýningarrými Rauðarárstíg 1 01.03.14 – 15.03.14 Hvað getur þú sagt mér um þessa sýningu? „Látum okkur sjá. Hún er um einhvers konar svona vinnuferli og kannski vinnuferli sem ég tek frá mismunandi stöðum. Þetta eru svona leifar af útskriftarsýningunni eða ekki leifar heldur framhald, það eru alltaf einhverjir punktar sem […]

„Orðin verða áríðandi“ – viðtal við Björk Þorgrímsdóttur

Fyrir tæpu ári gaf Björk Þorgrímsdóttir út sína fyrstu bók – Bananasól – eins konar skáldsögu úr smáprósum, hjá forlaginu Tunglið. Nú hefur hún gefið út sína fyrstu ljóðabók – Neindarkennd – hjá Meðgönguljóðum. Björk er Reykvíkingur, menntuð í heimspeki og bókmenntafræði, og stundar nú framhaldsnám í ritlist við Háskóla Íslands. Ljóðabókin, sem höfundur hefur […]