Ritstjórnarpistill: Bara kát

Starafugl snýr nú aftur úr sínu vetrarhíði eftir sex vikna hlé og hefur misst af fjörinu svo um munar. Gunnlaugur Blöndal gerði allt vitlaust með hátt í aldargömlum nektarmyndum í Seðlabankanum, Elli Grill, Barði í Bang Gang og Hatari eru að gera góðan leik í Eurovision – og sjálf keppnin er í senn umdeild vegna […]

Ritstjórnarpistill: Að deila list og deila um list

Ég veit ekki hvort deildu.net eða Piratebay eru réttu aðilarnir til að útdeila – eða græða á 1 – ókeypis menningarafurðum, en mér finnst stundum einsog gagnrýnin á dreifinguna (eða þjófnaðinn) gangi meira og meira út á að menningarafurðir megi bara alls ekki vera ókeypis, og það sé einfaldlega frekja að krefjast aðgengis (altso: menningin tilheyrir […]

Ritstjórnarpistill: Opnun

Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]

Ritstjórnarpistill: Lokun

Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]

Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd

„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]

Ritstjórnarpistill: Vill einhver elska … ?

Hvað gerir maður við leikara sem maður ætlar ekki að nota lengur? Í vikunni sagði Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, upp þremur leikurum – þar af tveimur á barmi eftirlaunaaldurs – og réði sex aðra til starfa. Í viðtali sagði Kristín að uppsagnirnar hefðu ekkert með aldur að gera heldur snerust um endurskipulagningu leikhópsins í […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]