Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð

Viljaverk í Palestínu sem rafbók:
—KINDLE—
—EPUB—
—PDF—
Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.

Þeir sem lagt hafa vinnu sína í þessa bók hafa gert það án þess að þiggja fyrir það greiðslu og bókinni er dreift frítt á internetinu – megi hún rata sem víðast. Það er trú ritstjóra að hún hafi heppnast miklu betur en nokkur mátti leyfa sér að vona með jafn litlum fyrirvara. Starafugl – ritstjóri og skáld – benda hins vegar þeim sem eru aflögufærir og vilja þakka fyrir sig á neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína:

Reikningur: 0542-26-6990
Kt. 520188-1349
Skýring greiðslu:
Neyðaraðstoð við Palestínu

F.h. Starafugls, klukkan að ganga eitt um nótt á þriðjudegi eftir þessa svefnlitlu viku.

Eiríkur Örn Norðdahl, ritstjóri
(sem tók sér bessaleyfi og hafði líka með ljóð eftir sjálfan sig).

EFNISYFIRLIT:

Aðfararorð
Við ferðumst einsog annað fólk eftir Mahmoud Darwish
Allir menn eru bræður eftir Jón Hall Stefánsson
Skot sem hæfir eftir Davíð Stefánsson
Ný uppgötvun – sami staðurinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur
Kíló hektó deka desí eftir Braga Pál
Leirandi eftir Hauk Má Helgason
Glæsibær eftir Sölku Guðmundsdóttur
slysaskot #2 eftir Sölva Björn Sigurðsson
Í Palestínu: Þáttaskil eftir Eirík Örn Norðdahl
Góðir eru margir eftir Emmalyn Bee
Um tengsl við fagurfræði hryðjuverka eftir Hjörvar Pétursson
Stína eftir Braga Valdimar Skúlason
(sprengju)regn eftir Sigurbjörgu Sæmundsdóttur
Trúður eftir Kristian Guttesen
Til að gæta eftir Kristian Guttesen
krónískt eftir Nönnu Hlín Halldórsdóttur
Langtímaáætlun eftir Eygló Jónsdóttur
Tvær borgir eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur
Innan gaddavírs og múra eftir Eyvind Pétur Eiríksson
útstöð til mossad eftir Jón Örn Loðmfjörð (Lomma)
Oj eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur
Friðarljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Sálmurinn um steininn eftir Emil Hjörvar Petersen
Lina Dardonah eftir Anton Helga Jónsson
Björgunarhringir eftir Hauk Ingvarsson
Liggur skotin anginn eftir Ragnhildi Jóhanns
Hersveitin eftir Bjarna Bernharð
Í krafti eftir Bjarna Bernharð
Valdatafl eftir Bjarna Bernharð
Vígdægur eftir Bjarna Bernharð
Ákall eftir Bjarna Bernharð
Hér fyrir vestan eftir Bjarna Bernharð
Úr ánauð eftir Bjarna Bernharð