Foucault – Þrír textar

Foucault – Þrír textar sem rafbók:
—KINDLE—
—EPUB—
—PDF—

Þann 25. júní síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því franski heimspekingurinn Michel Foucault lést úr eyðni. Af því tilefni birtist hér á Starafugli formáli þeirrar bókar sem nú er út komin og nefnist einfaldlega Foucault – Þrír textar. Upprunalega stóð til að þann dag kæmi bókin öll en af því gat ekki orðið.

Textarnir þrír sem um ræðir eru líka af þrennu tagi – ritgerðin Sjálfsveran og Vald, í þýðingu Nönnu Hlínar Halldórsdóttur, viðtalið Um Sifjafræði siðgæðisins, í þýðingu Kristjáns Guðjónssonar og fyrirlesturinn Sannsögli sem hugrekki, í þýðingu Hauks Más Helgasonar. Þá skrifar Nanna Hlín stuttan formála og Haukur Már hefur fáein orð um sína þýðingu.

Bókin birtist hér ókeypis án afritunarvarnar á þrennu sniðmáti – mobi fyrir kindla, epub fyrir flestar aðrar lestölvur og síma og pdf fyrir alla aðra – hún er ríflega 100 blaðsíður í umbroti og 1600 skref á rafbók.